Thursday, February 17, 2011

Mennt er máttur.

Ofurstinn segir: "Mennt er máttur!"

Ofurstinn er víðlesinn. Hann er líka dálítið afbrigðilegur.

Ég myndi ekki fá hann til að sannfæra börnin mín, eða nokkur börn ef út í það er farið, um ágæti menntunar. Ekki undir neinum kringumstæðum.

Og þó, ég get varla fullyrt um það. En þær yrðu þá að vera ansi sérstakar, kringumstæðurnar.

"Mennt er máttur!" þrumar hann, ber að neðan.